4. flokkur karla
tryggði sér síðastliðinn sunnudag sæti í úrslitum bikarkeppninnar. Það er því
ljóst að FH teflir fram tveimur liðum í úrslitum bikarsins annan sunnudag, því
áður hafði 3.flokkur tryggt sér sæti í úrslitunum.

4. flokks
strákarnir spiluðu við Stjörnuna og áttu frábæran leik. Unnu stórsigur
25-12 á útivelli. Frá fyrstu mínútu var ljóst hvernig leikurinn myndi fara.
Strákarnir spiluðu frábæran varnarleik og uppskáru mörg hraðaupphlaupsmörk sem
Stjarnan réð ekki við. Í hálfleik var staðan 14-6. FH héldu síðan uppteknum hætti
í seinni hálfleik og unnu að lokum 13 marka sigur. Strákarnir spiluðu allir vel
og skipti engu máli hvort einhverjir voru teknir útaf, alltaf kom maður inn í
staðinn og stóð sig jafnvel.

 

Úrslitaleikirnir
verða sunnudaginn 26. febrúar:

4. flokkur  FH – Selfoss kl. 12:00 í Laugardalshöll


3. flokkur  FH –
Valur kl. 15:00 í Laugardalshöll

 

Áfram FH!