Sæll Maggi hvernig hefurðu það?

Ég hef það bara nokkuð gott, smá meiðsli hér og þar en maður lætur það ekki hafa áhrif á sig.

Hvernig list þér á deildina það sem af er?
Mér líst bara vel á þetta fyrirkomulag því að nú vinnur það lið sem stendur sig best allan veturinn. Varðandi okkur þá byrjuðum við mótið illa en þetta er allt í rétta átt hjá okkur núna enda búnir að ná í 4 stig af 8 í seinni umferð þannig að þetta er allt að koma.

Hvað þurfum við að gera til að sigra Eyjamenn?
Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni allan leikinn! Varnarlegaverðum við að stoppa örfhentu skyttuna hjá þeim sem er ein sú besta í deildinni og svo eru línumenn þeirra mjög góðir.

Hvar eru svo bestu pizzur í bænum?
Ekki spurning Big papas pizza í Engihjalla Kópavogi S 5781717.

Hverjir verða heimsmeistarar á HM í knattspyrnu í sumar?
Þjóðverjar en maður vonar auðvitað að England vinni..

Að lokum viljum við óska Magga góðs gengis í komandi leikjum og hvetjum alla sanna FH-inga til að mæta í Krikann á miðvikudaginn og styðja strákana okkar. Oft var þörf er nú er nauðsyn!