Talsverður vorbragur var á leik okkar manna í upphafi leiks. Mikið var um mistök og var líkt og stelpurnar væru ekki með hugann við efnið. Það kom þó ekki að sök því Skagamenn sem voru öllu ákveðnari í sínum aðgerðum náðu ekki að skapa teljandi færi við mark FH-inga.

Alltannað FH-lið gekk inná völlinn í síðari hálfleik strax á upphafsmínútunum mátti sjá nú væri nóg komið því stelpurnar sóttu grimmt. Það var því þvert á gang leiksins að ÍA skyldi skora fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu af talsverðu færi. Gott mark hjá ÍA. FH lét hinsvegar ekki líða nema örfáar mínútur þar til þær höfðu jafnað, ekki ósvipað mark, þar sem Valgerður Björnsdóttir skoraði úr aukspyrnu af löngu færi. Skömmu síðar bætti Halla Marínósdóttir við öðru marki, sannkallaður þrumufleygur upp í þaknetið fyrir utan teig. Hlín Guðbergsdóttir skoraði svo síðasta mark FH eftir frábæran undirbúning Valgerðar.
Staðan 3-1 og FH með leikinn í höndum sér. Stelpurnar leyfðu sér þó að slaka á síðustu mínúturnar í leiknum, duttu aftar á völlinn og í uppbótartíma náði Skaginn að setja eitt. Lokatölur 3-2.

Þessur leikur var kanski ekki sá besti sem stelpurnar hafa spilað en það verður ekki horft framhjá því að þær girtu sig í brók í hálfleik, snéru leiknum við og spiluðu á köflum góðan fótbolta í síðari hálfleik.

Dómari leiksins var hinn  litríki Þorsteinn Freyr Friðbjörnsson.  Þorsteinn er einn ötulasti unglingadómari félagsins og kunnum við þjálfarar honum bestu þakkir fyrir.