Sæl Mist hvernig hefurðu það?

Svona skít sæmilega!

Segðu lítilega frá sjálfri þér: hver þú ert og hvaðan þú kemurðu?

Tja hvað á maður að segja… Ég er fæddur og uppalinn Keflvíkingur. 17 ára gömul, 176 cm á hæð nota skó nr 38 og held með Liverpool. Uppáhalds leikmennirnir mínir eru Zinedine Zidane, Oliver Khan, Ian Rush og Sami Hyypia

Hvenær hófstu að æfa íþróttir og byrjaðir þú strax í marki?

Ég byrjaði sumarið 95 í fótbolta og hafði þá eitthvað verið að fikta við körfu og karate þar á undan, en á fyrstu fótbolta æfingunni minni nennti ég ekki að hlaupa og fór í mark, hef svo bara hangið í því síðan

Tittlar og viðurkenningar.

Var valinn besti markamður yngriflokk kvenna 4 sinnum og 1 valinn efnilegust í meistaraflokkikvenna Keflavík.  Með keflavík árið 2004 urðum við deildameistarar og komust uppúr 1 deildinni og við urðum íslandsmeistarar í 2. flokk sjömannabolta. Með KR lentum við í 2. sæti í bikarnum í fyrra og svo núna í ár urðum við í 2. flokki íslandsmeistarar innanhúss.


Hvernig kom það til að þú komst í FH?

Hef mikinn metnað til að verða góður markmaður. Tel að FH sé rétta liðið til að sýna hvað í mér býr og svo er náttúrlega nafnið, Fimleikaféla Hafnafjarðar, eitthvað sem heillar!

Þekktirðu eitthvað til félagsins áður?

Vissi að þetta var fimleikafélag og ég hef alltaf verið í sigurliði gegn FH hehehe…..

Hvernig líst þér á hópinn?

Hann er frábær, rosalega fínar stelpur!

Hvaða væntingar gerir þú fyrir sumarið?

Að liðið haldi sæti sínu í deildinni.

Hvað þarf FH að gera til að komast í hóp þeirra sterkustu í Kvennaboltanum?

Að byggja upp sterka yngriflokka og að hlúa að leikmönnum sem hafa sannarlega áhuga að vinna fyrir félag sitt.

Hver er mesti “snillingurinní” hópnum og afhverju?

Sóley, hún er rugluð!

Hverjir verða heimsmeistarar á HM í knattspyrnu í sumar?

Vil svo sannarlega að Frakkarnir verði meistarar!

Við FH-ingar óskum Mist og stelpunum í mfl. kv. góðs gengis í sumar og hlökkum til að fylgjast þessum unga og nýja hóp.