Á fimmtudagskvöld tekur 3. flokkur FH í handbolta á móti Haukum í Kaplakrika klukkan 19:50. Með sigri tryggja þér sér deildarmeistaratitillinn. Þetta varð ljóst þegar HK sem hefur vermt efsta sætið síðustu umferðir tapaði fyrir Val í Laugardalshöll á miðvikudag. FH liðið á tvo leiki eftir í deildinni en nægir eitt stig til þess að hirða efsta sætið. Strákarnir ætla sér að sjálfsögðu meira en það úr þessum tveimur leikjum. En það er ljóst að það verður hart tekist á fimmtudagskvöld í Krikanum í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka. Liðin hafa einu sinni mæst í vetur og þá sigraði FH á Ásvöllum með 30 gegn 18.
Ekki láta þig vanta í Krikann á fimmtudagskvöldið og hjálpaðu stráknum að klára deildina með stæl.
Áfram FH.