…þarf að sigra Haukana, sem hafa verið okkur svo erfiðir undanfarin ár.  En, með svo mikið í húfi, kreista menn væntanlega allt úr öllum, sérstaklega leikmenn sem eru staðráðnir í að sýna allar sýnar bestu hliðar.  Þessir drengir hafa getuna til þess, og ef þeir standa saman sem ein heild, samheldnir og tilbúnir í slaginn, getur allt gerst.  

Og nú reynir ekki síst á okkur stuðningsmenn, nú þarf félagið svo sannarlega á okkur að halda.  Við þurfum að fjölmenna á leikinn og sýna strákunum þann stuðning og styrk sem við vitum að býr í félaginu.  Öflugur stuðningur úr pöllunum getur riðið baggamun í leikjum sem þessum.  Því eru allir hvattir til að mæta í Krikann á laugardaginn og taka með sér sem flesta og mynda þá  mögnuðu stemmningu sem svo oft hefur ríkt í Krikanum í gegnum tíðina.  Leikurinn hefst klukkan 16:15.

Áfram FH!

Guðjón Árnason