FH-ÍA mættust í Krikanum í mikilvægum leikjum hjá Aog B-liðum.

A-liðið: Frekar grófur leikur, mikið um spjöld. Skagamenn voru sterkari framan af og uppskáru tvö mörk. Binni minnkaði muninn með góðu skoti framhjá markmanni ÍA, í 1-2. Bjössi var tekinn nánast bara fyrir hjá skagamönnum, hann var þrumaður niður hvað eftir annað. ÍA skoruðu svo önnur tvö mörk og komust í 1-4. Jökull kom svo inná sem varamaður og skoraði ágætis marki.


B-liðið
: FH voru sofandi fyrstu mínúturnar og fengu á sig 3 mörk á fyrstu 20-25 mínútum leiksins. Þá tóku þeir til sinna ráða og Árni Grétar minnkaði muninn í 3-2 með tveimur góðum mörkum. Í seinni hálfleik áttu FH-ingar mjög góðan leik. Davíð Þorgilsson jafnaði leikinn og Garðar Ingi skoraði tvö mörk, m.a. úr hornspyrnu. Staðan var því orðin vænleg, 5-3. Jökull bætti við glæsilegu marki. Skagamenn klóruðu í bakkann en það dugði skammt því Davíð Steinarsson rak smiðshöggið í líkkistu Skagamanna og úrslitin því 7-4 fyrir FH. Eftir leikinn fögnuðu strákarnir frábærum Faxaflóameistaratitli!

Garðar Ingi og Davíð Arnar.