Á sunnudag skrifaði Bergsveinn Bergsveinsson undir samning við unglingaráð handknattleiksdeildar FH um að gerast markmannsþjálfari yngriflokka fyrir næsta vetur.
Þetta verða að teljast frábærar fréttir fyrir félagið enda Bergsveinn með gríðarlega reynslu sem markvörður auk þess sem hann hefur þjálfað markverði íslenska landsliðsins undanfarin misseri. Bergsveinn hefur áður sinnt þessu starfi fyrir félagið með frábærum árangri. Bergsveinn mun hefja störf næsta vetur og vinna náið með eldri markvörðum yngri flokka auk þess að leggja línurnar fyrir þá yngri bæði í karla og kvennaflokkum.