Óli Tómas keppti á móti í Gautaborg á laugardag ásamt fleiri Íslendingum. Óli Tómas hljóp   100 m hlaup á tímanum 10.95 sek í B-úrslitum  þar sem hann varð þriðji, sem er góð bæting á fyrri tíma, 11.10 sek. Hlaupið var í 0,6m/s mótvind þannig að það er ljóst að hlaupið hefur verið mjög gott hjá Óla. Í undanrásum hljóp hann á tímanum 11,15 sek. Á sunnudeginum keppti hann síðan í 200 m hlaupi og hljóp á sínum langbesta tíma 22,46 sek og varð fimmti í sínum riðli.

Björgvin keppti einnig á sama móti í Gautaborg á föstudag og bætti sinn besta tíma á árinu í  400m grindahlaupi hljóp Björgvin á tímanum 52.95 sek og varð í fjórða sæti. Á laugardaginn hljóp hann svo 400m hlaup og varð í fimmta sæti í sínum riðli á sínum besta tíma á árinu 49.93 sek.
Björgvin keppti á mánudaginn 3. júlí í 400 m grindahlaupi í Norrtalje og varð í þriðji  á tímanum 53,10 sek

Björn keppti á sunnudeginum í 800 m hlaupi og varð  hann í þriðja sæti í góðu hlaupi, hljóp hann á tímanum 1:50,76 mín. Björn keppti á föstudeginum 7. júlí í  Cuxhaven í Þýskalandi og hljóp þar einnig 800m hlaup. Stóð Björn sig vel og hljóp hann á sínu ársbesta 1:50,48 mín og er rétt hjá sínum besta árangri frá því í fyrra 1:49,98 mín.

Þá keppti Adam Freysson bróðir hans Óla Tómasar í nokkrum greinum í 12 ára flokki. Á föstudeginum keppti Adam  í 60 m grindahlaupi (76,2 sm) og varð í 10. sæti og hljóp á tímanum 11,69 sek í löglegum vindi, sem er góður árangur hjá honum. Þá keppti hann í kúluvarpi og varpaði hann 3 kg kúlunni 7,43 m. Á laugardeginum keppti Adam í 80 m hlaupi og komst í úrslitahlaupið og varð í fjórða sæti hann hljóp í úrslitahlaupinu á tímanum 10,94 sek í 0,4 m/s. Hann varð í áttunda sæti í hástökki og stökk 1,38 m og í 7. sæti í spjótkasti og kastaði hann 400 g spjótinu 31,95 m. Á sunnudeginum hljóp hann 200 m hlaup og sigraði hann í sínum riðli og varð sjötti í hlaupinu, hljóp hann á tímanum 28,67 sek í mótvindi upp á 1,0 m/sek.