Sveinarnir voru í harðri keppni við ÍRinga allt mótið og voru með 3 stiga forskot fyrir síðustu grein, 1000 m boðhlaup og með sigri í þeirri grein gulltryggðu þeir sigurinn.Árangur sveinanna var eftirfarandi: Sindri Sigurðsson varð bikarmeistari  í 100 m hlaupi og varð annar í langstökki. Bogi Eggertsson varð bikarmeistari í spjótkasti með góðu síðasta kasti og þriðji í hástökki. Þorkell Einarsson varð bikarmeistari í 400 m hlaupi og í þriðja sæti í 100 m grindahlaupi. Sveinasveitin varð bikarmeistari í 1000 m boðhlaupi en í sveitinni hlupu Pálmar Gíslason, Þorkell Einarsson, Sindri Sigurðsson og Guðmundur Heiðar Guðmundsson. Sverrir Eyjólfsson varð annar í kúluvarpi. Haraldur Tómas Hallgrímsson varð þriðji í 1500 m hlaupi og Reynir Jónasson varð þriðji í kringlukasti.
Keppnin í meyjaflokki var enn harðari og fyrir síðustu grein sem var 1000 m boðhlaup gátu fjögur lið unnið meyjakeppnina. FH, HSÞ, UMSE/UFA og ÍR.  En meyjarnar gulltryggðu sér sigur í keppninni með sigri í hlaupinu. Árangur meyjanna var eftirfarandi: Heiður Ósk Eggertsdóttir varð bikarmeistari í langstökki og þriðja í hástökki. Heiðdís Rún Guðmundsdóttir varð bikarmeistari í spjótkasti með góðu síðasta kasti og sjöunda í kúluvarpi. Dóra Hlín Loftsdóttir varð bikarmeistari í 100 m hlaupi. Meyjasveitin varð bikarmeistari í 1000 m boðhlaupi en í sveitinni hlupu Hugrún Björk Jörundardóttir, Dóra Hlín Loftsdóttir, Heiður Ósk Eggertsdóttir og Sara Úlfarsdóttir. Sara Úlfarsdóttir varð önnur í 400 m hlaupi og þriðja í 100 m grindahlaupi. Sandra Sif Sigurjónsdóttir varð sjöunda í 1500 m hlaupi og Karen Gunnarsdóttir varð sjöunda í kringlukasti.