Nafn:
Arnar Geirsson

Fæðingarstaður:
Fæðingarheimilinu við Þorfinnsgötu í Reykjavík


Fæðingar ár:

10. maí 1971


Hvernær byrjaðir þú að halda með FH?
Frá því að ég man eftir mér.


Útaf hverju FH?
Ég fékk aldrei að velja um neitt annað.


Titlar og viðurkenningar (sem þú mannst eftir)?
Ég á einhvers staðar verðlaunapeninga en ég man ekki lengur fyrir hvað.


Hefur þú leikið með FH, þá hvað, hvenær, með hverjum og í hverju?
Já ég lék með FH í handbolta í gegnum alla yngri flokkana og 2 ár í meistaraflokki. Í mínum árgang voru Knútur Sig, Svanur Már, Stebbi Stef, Jón Berg (pólska yfirfintan), Maggi Sig, Bjarni Hjalta, og fleiri góðir kappar.

Áhugamál utan boltans?
Það er ekki tími fyrir neitt annað.

Hverjir eru helstu kostir FH?
Góður félagsskapur.

Hverjir eru helstu gallar FH?
Ég held að við séum á réttri leið í FH.


Eftirlætislið í enska boltanum?
Ég fylgist ekki með enskri knattspyrnu.


Eftirlætisíþróttamaður?
Lance Armstrong


Mesta gleðistund með Fimleikafélaginu?
Þær eru margar og ég gleðst í hvert skipti sem FH vinnur eitthvað.


Mesta sorg í boltanum?
Það sem er kannski næst manni er þegar við í meistaraflokki karla féllum niður í 1. deild.


Hver er efnilegasti FHingurinn að þínum mati?

Í handboltanum eru nokkrir mjög efnilegir strákar og erfitt að taka þar einn út.


Án hvers gætirðu ekki verið?
Fjölskyldunnar og vatnsins.


Hver er pínlegasta staða sem þú hefur lent?
Þær eru nokkrar kannski ekki rétt að segja frá þeim hér.


Eftirminnilegasta atvik úr boltanum?

Þegar Hansi Guðmunds kýldi dómarann á ganginum í strandgötunni.


Skilaboð til FHinga:
Berjumst saman.