Nafn:

Guðjón Árnason

 

Fæðingarstaður:

Hafnarfjörður, að sjálfsögðu

Fæðingar ár:

1963

Hvernær byrjaðir þú að halda með FH?

1963, rétt fyrir fæðingu

Útaf hverju FH?

Er til annað félag?

Titlar og viðurkenningar (sem þú mannst eftir)?

Íslandsmeistari í handbolta ’84, ’85, ’90, ’92.Bikarmeistari í handbolta ’92, ’94.Leikmaður ársins tímabilið 1989-1990.Íþróttamaður FH 1990. Á enn eftir að verða Golfari FH!!

Hefur þú leikið með FH, þá hvað, hvenær, með hverjum og í hverju?

650 leiki með m.fl. í handbolta.1 tímabil í gömlu 2. deildinni með m.fl. í fótbolta.Setti einhver kvikindi.

Áhugamál utan boltans?

Golf, fyrst og fremst.

Hverjir eru helstu kostir FH?

FH sjálft! Þ.e. félagið með öllu sem því fylgir, fyrst og fremst frábært fólk.FH hefur alltaf borið gæfu til að hafa innan sinna vébanda kraftmikið og fórnfúst fólk sem byggt hefur upp aðstöðu og aðbúnað til að „framleiða“ íþróttamenn í fremstu röð.Þetta er, og hefur ávallt verið, krafmikið félag sem stenst tímans tönn með glæsibrag.

Hverjir eru helstu gallar FH?

Okkur hættir stundum til að vera svolítið sjálfhverfir, sérstaklega þegar vel gengur.

Eftirlætislið í enska boltanum?

Leeds United frá 1969.Lorimer og Bremner voru mínir menn! Er enn heitur stuðningsmaður og fæ því mikið af háðsglósum þessa dagana.

Eftirlætisíþróttamaður?

Áður fyrr Daley Thompson, tugþrautarmaður, magnaður og heillandi íþróttamaður. Í dag börnin mín, Árni Stefán og Hildur Rún, handboltakrakkar og golfarar.

Mesta gleðistund með Fimleikafélaginu?

Mjög margar, mjög margar.Það sem stendur upp úr er þó líklega þrennan í hanboltanum vorið 1992.Það er einfaldlega ógleymanlegt. Ég fæ enn nettan sæluhroll þegar ég hugsa um móttökurnar í Krikanum þegar við komum heim frá Selfossi með Íslandsmeistaratitilinn. Það var líka mikil gleðistund að vera viðstaddur þegar við unnum Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í fótboltanum. Átti þar frábæran dag á Akureyri með góðum félögum og ekki síður frábært kvöld!!

Mesta sorg í boltanum?

Legg ekki í vana minn að muna slíkar stundir.

Hver er efnilegasti FHingurinn að þínum mati?

FH á gríðarlega mikið af frábæru, ungu íþróttafólki í öllum deildum.Það væri ósanngjarnt að nefna einn umfram annan.

Án hvers gætirðu ekki verið?

Golfsettsins.Og þá einnig félaganna því án þeirra er engan að vinna í golfinu!

Hver er pínlegasta staða sem þú hefur lent?

Man ekki slíkar stundir

Eftirminnilegasta atvik úr boltanum?

Hat trickið mitt í Krikanum síðla sumars 1982.Byrjaði á bekknum, ferlega ósáttur, en kom inná í hálfleik og setti þrjú kvikindi.Byrjaði svo næsta leik!!

Skilaboð til FHinga:

FH er stórt og mikið félag á öllum sviðum með mikla hefð og mikla sögu.Við eigum að bera virðingu