Ragnildur Rósa í leik gegn Tékklandi. Í gærkvöld lék íslenska kvennalandsliðið í handknattleik við það tékkneska á alþjóðlegumóti í Cheb í Tékklandi. Íslenska liðið tók sig heldur betur saman í andlitinu eftir slæmt tap fyrir Slóvakíu í fyrsta leiknum. Íslenska liðið fór með fimm marka sigur 30-25 en þar átti Berglind Hansdóttir stærstan hlut en hún varði hvorki meira né minna en 27 skot.

Nánar má lesa um leikina á vef HSÍ.

Undirritaður var að sjálfsögðu mættur til Cheb til að fylgjast með FH-ingnum í landsliðshópnum en það er Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir sem gekk aftur til liðs við FH nú í janúar eftir dvöl í Danmörku. Ragnhildur fékk lítið að spreyta sig í leiknum og komst ekki á blað en hún skoraði hins vegar 3 mörk í tapinu fyrir Slóvakíu.

Í dag spilar íslenska liðið síðasta leik sinn í mótinu gegn slóvenska félagsliðiðinu HK Sala og vonum við FH-ingar að Ragnhildur fá tækifæri  til þess að sýna sig og sanna í þeim leik.

Við óskum Ragnhildi og landsliðinu öllu til hamingju með sigurinn í gær og góð gengis í dag.

Áfram FH!