Fyrirkomulag

Þátttakendur sækja námsefni á vef KSÍ. Námskeiðinu lýkur síðan með prófi 25/5 og 26/5.

Próf

Prófið sjálft verður ekki þreytt í gegnum netið, heldur fer próf fram í Reykjavík og víðar ef þörf krefur.

Þátttakendur

Námskeiðið er fyrir alla sem verða 16 ára á almanaksárinu (fædd 1991) og eldri. Kvenfólk er sérstaklega hvatt til að taka þátt.

Skráning

Hægt er að skrá sig með tölvupósti, thorvaldur@ksi.is eða í síma 510-2900 í síðasta lagi 3. maí. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

  • Nafn
  • Heimilisfang
  • Kennitala
  • Sími
  • GSM
  • Netfang
  • Félag

Þátttökugjald

kr. 3.000. Barna- og unglingaráð greiðir þátttökugjaldið fyrir FH-inga.