Leikurinn fór ágætlega af stað hjá stúlkunum fyrstu mínúturnar en Blikastúlkur fengu fljótlega dæmda vítarspyrnu eftir stundarfjórðung og komust yfir 1-0. Við það riðlaðist leikur okkar manna og Blikar bættu síðan öðru marki við eftir „sofandahátt“ í vörninni. Við það lifnaði yfir okkar stúlkum og fengum við ákjósanleg færi til að minnka muninn en Blikarnir náðu tvívegis að bjarga á línu. Rétt fyrir leikhlé náði síðan Kristín Guðmunds að minnka muninn eftir mikla baráttu við varnarmenn Blikana og því var staðan í hálfleik 2-1 fyrir Kópavogsstúlkur. Í hálfleik fórum við yfir stöðuna og eftir „þrumuræðu“ frá þjálfarateyminu fóru leikmennirnir út á völl staðráðnir í það að gera betur en í fyrri hálfleik.
Stúlkurnar komu mjög ákveðnar til leiks í seinni hálfleiknum og voru mun betra liðið í öllum aðgerðum ólíkt því sem var að gerast í þeim fyrri. Stúkurnar jöfnuðu fljótlega með öðru marki Kristínar G. eftir mikla pressu frá okkar mönnum. Við það jafnaðist leikurinn um tíma en fljólega gáfum við aftur í og fengum fín færi til að komast yfir. Það var svo „varnarmaðurinn“ Íris Aðalsteins, sem spilaði á hægri kantinum í dag, sem kom okkur yfir með góðu skoti en hún átti ófáar rispurnar upp kantinn í gær og í raun óheppinn að gera ekki fleiri mörk. Eftir það héldum við áfram að sækja á þær og áttum við margar mjög góðar sóknir. Eftir eina kom svo fjórða markið eftir góðan samleik okkar manna út á vellinum sem lauk með góðu einstaklingsframtaki Aldísar Köru sem setti knöttinn í netið.

FH er því Faxaflóameistari í ár og eru stúlkurnar vel af því komnar. Stúlkurnar hafa sýnt það í þessum leikjum að þær geta spilað góðan fótbolta. Þær hafa einnig sýnt mikinn og góðan karakter eftir að hafa lent undir í fjórum leikjum í mótinu en alltaf komið til baka og náð að klára leikina. Leikurinn í dag var engin undantekning á því og frábært að koma til baka eftir að hafa verið 2-0 undir og sigrað síðan leikinn 4-2. Hinsvegar verða leikmenn að hafa það hugfast að koma til leiks alltaf vel einbeittir og vel undirbúnir í alla leiki.

B-liðið mun spila úrslitaleikinn annað hvort á morgun eða sunnudag gegn HK. Það mun koma í ljós seinna í dag og mun ég setja það inn á síðuna. Ef leikurinn verður á sunnudag þá verður hann klukkan 12:30 í Krikanum og er mæting í íþróttahúsið 11:40. Liðið verður tilkynnt á æfingunni á eftir.
Sjömannaliðið mun spila á mánudaginn á Álftanesi á grasi. Stefnt er að vera með tvö lið sem spila á sama tíma sem gerir það að verkum að við Svavar þurfum ekki að vera standa í ótal skiptingum allan tímann . Leiktími auglýstur seinna um helgina.