Það var snemma ljóst í hvað stefndi og höfðu FH stelpurnar skorað 4 mörk eftir aðeins 20 mínútur. Segja má að þær hafi sínt allar sínar bestu hliðar þrátt fyrir að hvíla nokkra leikmenn sem verið hafa atkvæðamiklir með liðinu á undaförnum misserum. Er það til marks um að breiddin er að aukast og að 3. flokkur stólar ekki einungis á sína 11 fyrstu menn.

Lokatölur í leiknum 10-0 (6-0) þar sem svefnpurkan Guðrún Björk Eggertsdóttir fór mikin og skoraði 6 mörk og þar af eitt eftir aðeins 50 sek. leik. Aðrir markaskorar voru Valegerður Björnsdóttir með 2, Sigmundína Sara 1 og Ebba Katrín Finnsdóttir skoraði líka eitt glæsilegt mark.

Næsti leikur hjá stelpunum í FH1 verður á Húsavík laugardaginn 16. næstkomandi.

Næsti leikur hjá FH2 er hinsvegar á miðvikudaginn næstkomandi kl. 19:00 í Krikanum gegn Skallagrími.