Ferðin hófst upp úr hádegi þegar að polo, land cruiser og swiftinn menguðu loft í kringum Þjóðveg 1. Akureyrarbær bauð upp á blíðviðri og eintóma gleði. Gistingin okkar hljóðaði upp á 5 dýnur á mann og speglasalurinn hentaði vel fyrir tjútt daginn.
Á föstudeginum spiluðum við leik við Akureyri eftir að hafa beðið eftir Mumma þjálfara og Guðrúnu sem að létu gylltu hliðina skína með að taka flug í sveitina.


Akureyri- FH

Leikurinn var jafn en lítil barátta ríkti hjá báðum liðum og mátti sjá að mikil ferðaþreyta hrjáði FH liðið.  Mikið var um skiptingar og fengu allir að spila.  Leikurinn endaði 23-23 og ekki meir um það að segja.
Þegar leikurinn var búinn var næringarskortur orðinn ansi mikill hjá okkur þá var ferðinni heitið á Greifann.  Polo-inn var tekinn úr umferð þetta kvöldið vegna stórrar sprungu í dekkinu.  Ekki mikil gleði fylgdi því. 

Á laugardeginum vorum við ræstar upp klukkan 8:30 og buðu Akureyringarnir upp á hinn klassa morgunmat cheerios og kellogs kornflögur og viljum við þakka þeim fyrir þá gestrisni sem þeir sýndu.  Ragnhildi var það mikið í mun að fara í göngutúr og fórum við Fimleikakonur hringinn í kringum KA heimili. 
Við spiluðum aftur við Akureyri um hádegi.  Augljóst var að FH ingarnir mættu sterkari til leiks því frá fyrstu mínútu mátti sjá mun meiri baráttu en fyrri daginn. FH stelpurnar leiddu leikinn með 4-5 mörkum þar til 10 mínútur voru eftir, þá virtist einbeitingarskortur hrjá FH og Akureyri minnkuðu forskotið og leikurinn endaði með jafntefli 16-16.  Seinasti leikurinn var svo spilaður seinni partinn og aftur var spilað við Akureyri, bæði lið leyfðu yngri leikmönnum að spreyta sig. Þar sýndu FH stúlkur algjöra yfirburði og endaði leikurinn með 10 marka sigri FH. En þess má geta að síðustu tveir leikirnir voru aðeins 2×20 mínútur.

Eftir leikina skeltu stúlkurnar sér í sturtu og höfðu sig til fyrir lokahófs tjúttið.  FH var í aðalhlutverki bæði hjá stelpum og strákum og fóru flestar dollur til FH.