Spáin.

Fyrir nokkrum vikum var gerð spá fyrir 1. deild karla.

1. FH 194
2. ÍR 184
3. Víkingur 170
4. Selfoss 142
5. Grótta 132
6. Haukar2 108
7. Þróttur/Fylkir 99

Þjálfarinn

Þjálfari FH er okkur FH-ingum að góðu kunnur. Elvar Erlingsson hefur tekið við þjálfun FH liðsins að nýju en hann þjálfaði liðið síðast tímabilið 1999 – 2000. Hann var aðstoðarþjálfari Kristjáns Arasonar tímabilinn 1997 – 1999. Síðustu ár hefur Elvar starfað sem yfirþjálfari yngriflokka auk þess að þjálfa nokkra af yngriflokkum félagsins á síðustu árum. Elvar er gríðarlega reyndur þjálfari með mikinn metnað og binda FH-ingar miklar vonir við hans störf. Elvari til aðstoðar eru nokkrir gríðarlega færir þjálfarar, Sigursteinn Arndal verður spilandi aðstoðarþjálfari, Bergsveinn Bergsveinsson er markmannsþjálfari auk þess sem Hreiðar Gíslason er styrktarþjálfari liðsins.

Leikmannhópur FH.

Leikmannahópur FH hefur tekið nokkrum breytingum frá því í fyrra og búið er að styrkja liðið töluvert frá því á síðasta tímabili. Það munar mestu um að hafa fengið til liðs við liðið reynslu mikla leikmenn til þess að spila með ungu og efnilegu leikmönnunum sem við FH – ingar eigum.

Nýir leikmenn:

Sigursteinn Arndal byrjaður aftur.

Arnar Theodórsson frá Stjörnunni

Guðmundur Pedersen frá Haukum

Leónad Cristescu frá Rúmeníu

Halldór Logi frá KA

Leikmenn farnir:

Bjarni Aron Þórðarsson í Stjörnuna

Jón Helgi Jónsson hættur

Tómas Sigurbergsson hættur

Kristmann Dagsson ÍR í láni

Liðið er þannig skipað:

Markverðir:

Daníel Andrésson

Leo Cristescu

Hilmar Þór Guðmundsson

Hornamenn:

Ari Þorgeirsson

Árni Stefán Guðjónsson

Benedikt Kristinsson

Guðmundur Pedersen

Halldór Guðjónsson

Þorkell Magnússon

Línumenn:

Halldór Logi

Theodór Pálmason

Siguður Ágústsson

Skyttur:

Guðjón Kristinn Helgason

Heiðar Örn Arnarson

Ólafur Gústafsson

Ólafur Guðmundsson

Valur Arnarson

Miðjumenn:

Arnar Theodórsson

Aron Pálmarsson

Guðni Már Kristinsson

Sigursteinn Arndal

Ath. Hægt er að sjá prófíl um alla leikmenn FH hér á FH.is http://www.fh.is/Index/Handbolti/Meistaraflokkurkarla/Leikmenn/

Fyrstu leikir FH:

Fös. 28.sep.2007 19.00 Víkin Víkingur – FH

Fim. 11.okt.2007 19.15 Kaplakriki FH – Haukar 2

Þri. 16.okt.2007 18.30 Höllin Þróttur – FH

Fös. 19.okt.2007 19.15 Kaplakriki FH – Selfoss