Knattspyrnudeild FH þakkar Ólafi frábær störf sem þjálfari og ekki síður störf hans innan félagsins.

Það hefur orðið að samkomulagi að Ólafur taki að sér, þegar fram líða stundir, ýmis mál innan knattspyrnudeildar FH er snúa að uppbyggingu þjálfunar hjá félaginu. Knattspyrnudeild FH hefur komist að samkomulagi við Heimi Guðjónsson að hann taki við sem þjálfari hjá Meistaraflokki karla.

Heimir var sem  leikmaður einn af máttarstólpum Meistaraflokks FH  og síðan aðstoðarþjálfari meistarafokks FH og er verðugur arftaki Ólafs.

Fyrir hönd knattspyrnudeildar FH

Jón Rúnar Halldórsson,
Formaður KDFH
 
Pétur Ó. Stephensen,
framkvæmdastjóri KDFH