Veðrið hafði sín áhrif á leikinn því sterkur vindur miðaði á annað markið. FH lék undan vindi í fyrri hálfleik og sótti stíft. Stelpunum tókst þó ekki að skora og staðan í hálfleik var 0-0.

Allt annað var upp á teningnum í þeim síðari því báðum liðum tókst að skora þrjú mörk. FH komst yfir eftir gott einstaklingsframtak hjá Sigrúnu Ellu. En Afturelding var ekki lengi að svara fyrir sig og komast svo yfir skömmu síðar. Því svaraði Sigrún Ella svo aftur með föstu skoti utan að velli. Aftur komst Afturelding yfir og virtist sem svo að þær myndu kreist út sigur en FH-stelpurnar voru á öðru máli og sóttu stíft síðust mínúturnar. Það var svo H-kanntmaðurinn Íris Ösp Aðalsteinsdóttir sem skoraði jöfnunarmarkið þegar hún slapp inn fyrir vörn Aftureldingar og negldi knettinum yfir höfuð markvarðarins og í netið.

Lokatölur 3-3.