Selfoss               30-34                      FH

Selfossi, fimmtudaginn 13. desember, kl 19:30

Gaman var að mæta á Selfoss á fimmtudaginn. Selfyssingar hafa verið að byggja upp flotta umgjörð í vetur og engin tilviljun að þeir hömpuðu umgjarðarverðlaunum hjá handbolti.is fyrr í vetur. Fjöldi manns kom og mætti, trommuspilarar voru í hæsta gæðaflokki og héldu stemmningu en svo var BT músin mætt til þess að kæta lýðinn. Hún var nú víst eitthvað að flækjast fyrir ákveðnum liðsmönnum á tímabili og hlaut verra af fyrir vikið. Skilaboð til Adda Tedda: BT músin vill hitta þig fyrir utan BT í firðinum kl 6 í dag!


Þvílík átök!

Fyrri hálfleikur

Við byrjuðum leikinn af krafti og vorum mjög góðir bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum afar aggressívir í sóknarleiknum þar sem menn ógnuðu vel á og mikið var spilað upp fyrir Óla Gúst sem var ógnandi til að byrja með. Varnarlega var hver einasti maður á tánum og Selfyssingar áttu erfitt uppdráttar. 3-2-1 vörn okkar var frábær með Óla Guðm sem indíána fyrir framan. Við náðum að loka nokkuð vel á skyttur þeirra, Atla og Mikalonis ásamt Ívari miðjamanni þeirra, og sóknir þeirra enduðu yfirleitt með lélegum skotum eða sóknarfeilum. Leo átti skínandi fyrri hálfleik og varði mörg dauðafæri Selfyssinga. Í framhaldi náðum við talsvert af hraðaupphlaupum þar sem bæði Óli Guðmunds og Ari Magnús áttu spretti. Við sigum jafnt og þétt framúr Selfyssingum sem áttu engin svör í raun, gengu illa að halda sér í andlegu jafnvægi og voru sífellu erfitt með að halda fókus á handbolta. Gangur leiksins var þetta 2-3, 5-9 og við vorum svo 12-17 yfir í hálfleik.