Hafnarfjarðarbær úthlutar „afreksstyrkjum“ til þeirra deilda sem verða MEISTARAR eða Bikarmeistarar í efsta flokki og nemur þessi styrkur kr. 300.000- og hefur verið óbreyttur frá því 2001, ekki neinar verðbætur þar. Einnig vekur það furðu mína að félög/deildir sem verða deildarmeistarar fái þessa sömu upphæð.

Knattspyrnudeild FH hefur ákveðið að ráðstafa þessum 300.000 sem við fengum fyrir það að verða Bikarmeistarar til líknamála og er það von okkar að þetta verði árlegur viðburður.

Ég vil biðja fulltrúa Styrktarfélags Krabbameinssjúkra Barna, Óskar Örn Guðbrandsson formann þess að koma hér fram og veita styrknum viðtöku.