Helgin spilaðist nokkurveginn eftir okkar væntingum. A-liðið sigraði alla sína 4 leiki nokkuð örugglega og unnu því 2.deildina. Reyndar tapaði liðið gegn Víking en þar sem liðið sendi ólöglegt lið til leiks var okkur dæmdur sigur í þeim leik. B-liðið vann tvo leiki og tapaði tveimur og endaði í 4.sæti 1.deildar. Frábær árangur hjá stelpunum og ljóst að þær eru taka miklum framförum. Það sem var einna skemmtilegast að fylgjast með var leikgleðin og baráttan sem bæði lið sýndu en þær eru mjög samstilltar og ákveðnar að ná fram sínum markmiðum. Niðurstaða helgarinnar er því frábær og erum við þjálfararnir virkilega stoltir af okkar leikmönnum. Þeim eru allir vegir færir og geta allar náð langt sem handboltamenn. Takk fyrir frábæra helgi stelpur !

Kristján Aðalsteinsson þjálfari.

Arnór Sigurðsson aðstoðarþjálfari.