Góðir FH-ingar.

Okkur leikmönnum meistaraflokks karla í handbolta langar að óska
eftir stuðningi frá þér FH-ingur góður í kvöld. Veturinn hefur verið
góður hjá okkur, stemmningin í liðinu hefur verið góð. Í kvöld eigum við
svo möguleika á að ná fyrsta markmiði okkar. Eins og allir vita þá var
markmiðið að spila í deild þeirra bestu á næsta ári. Það geta allir
FH-ingar verið sammála um að FH á að vera meðal þeirra bestu og í
kvöld getur þú lagt þitt af mörkum þannig að það markmið náist. Það myndi
gleðja okkur að sjá þig í Strandgötunni í kvöld. Stuðningur þinn er
mikilvægur. Látum kvöldið í kvöld vera byrjunina á einhverju stærra og
meira en verið hefur síðustu ár. Við munum gefa allt sem við eigum í
leikinn og markmiðið er að gera þig að stoltum FH-ing í kvöld.
Komdu og taktu þátt í stemmningunni frá klukkan 18:30 og leggðu þitt af mörkum til að við getum fagnað saman í kvöld.
 
                                           FH kveðjur,
                                                              Meistarflokkur karla í Handbolta

Áfram FH!!!