The image “http://www.xtreme.is/net/images/1181139163/1183039227_fh_1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.                 The image “http://www.ksi.ishttp://www.fh.is/media/merki_felaga/small/irgif.gif” cannot be displayed, because it contains errors.

                 FH                         –                             ÍR          

Kapakriki, þriðjudagurinn 11. mars 2008 kl 19:00

Í kvöld þriðjudaginn 11. mars kl 19:00 í Kaplakrika, heimavelli okkar FHinga, verður háður enn einn stórleikurinn í 1. deild karla í handknattleik. Þar munum við FHingar væntanlega taka á móti froðufellandi ÍRingum sem eru komnir í harða baráttu við Víkinga um annað sætið í deildinni.

ÍRingar hafa elt okkur eins og skugginn í allan vetur en hafa nýlega verið að missa taktinn og verið í lægð í síðustu leikjum. Þeir töpuðu fyrir Víkingum og Selfossi í síðustu tveimur leikjum og fyrir vikið eru Víkingar farnir að anda í hálsmálið hjá þeim. ÍRingar hafa allt í allt tapað 4 leikjum í vetur, fyrir utan leikina við Víkinga og Selfyssinga nýlega, töpuðu þeir fyrir okkur í FH snemma í vetur en einnig töpuðu þeir fyrir Víkingum áður. Þeir hafa svo gert eitt jafntefli við okkur fyrr á þessu ári. Eftir erfitt gengi ÍRinga nýlega höfum við FHingar náð að breikka bilið aðeins fyrir vikið. Eigum 5 stig á þá, höfum tapað 1 leik í vetur gegn Víkingum en gerðum jafntefli við ÍR og áður gegn Víkingum. Annað höfum við sigrað og þess vegna erum við á toppnum.

Síðasti leikur við ÍR
Síðasti leikur við ÍRinga var í Austurbergi þann 18. janúar síðastliðinn. Sá leikur var mjög kaflaskiptur. Við byrjuðum ekkert sérstaklega, ÍRingar leiddu leikinn framan af en í stöðunni 9-7 tókum við mjög góðan kafla, Danni kom í markið, náðum yfirhöndinni, vorum yfir í hálfleik 13-16 og fórum í 14-20 mest. Þá kom dapur kafli hjá okkur, Aron var tekinn úr umferð og ÍRingar ná með herkjum að jafna, 25-25. Lokamínútur urðu síðan æsispennandi og þegar staðan var 28-28 og lítið eftir náði Danni markvörður að bjarga stiginu fyrir okkur með frábærri vörslu í lokin.

Undirbúningur
Við sigruðum Gróttumenn afar sannfærandi í síðasta leik og liðið því í hörkuformi og á þvílíkri ferð í deildinni eftir 3 stóra sigra í röð. Það er þó ljóst að með ÍRinga í þröngri stöðu verða þeir væntanlega froðufellandi annað kvöld þar sem Víkingar eru komnir í alvöru samkeppni um annað sætið við þá. Ég tel að liðið sé vel meðvitaðir um þetta og um að leikurinn á morgun verði afar erfiður, hér er einfaldlega um toppslag að ræða.

Ástand
Engin teljandi meiðsli eru að hrjá liðið og menn eru því sprækir og til í hörku.

Hópurinn    

Markmenn
Hilmar Þór Guðmundsson
Daníel Andrésson

Aðrir leikmenn
Valur Arnarson
Guðmundur Pedersen
Árni Stefán Guðjó