Það er til marks um þá frábæru hópa sem nú eru að koma upp úr yngriflokkum kvenna að FH skuli eiga svo marga fulltrúa í landsliði.  Að þessu sinni eru það þær Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, Sigrún Ella Einarsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir úr 3ja flokki auk Ionu Sjöfn H-W úr 2. fl..  Þær Sigmundína, Sigrún og Iona voru einmitt í hópnum sem vann forriðilinn í Slóveníu í haust og hafa þær treyst sæti sitt í liðinu.  Til gamans má geta þess að Birna Berg er 1 og 2 árum yngri en aðrir leikmenn liðsins og enn gjaldgeng í U16.  Þá er það skemmtileg staðreynd að téðar Birna og Iona eru báðar markmenn.  Er það von að spurt sé hvort markmenn vaxi á trjánum í Krikanum ….kannski í öðrum hvorum furulundinum við aðalvöllinn.

Að öllu gamni slepptu þá eru stelpurnar allar vel að því komnar að vera valdar og óskum við þjálfarar þeim til hamingju og vonumst til að þær standi sig vel.

Fyrir áhugasama má skoða hópin á slóðinni:
http://www.ksi.ishttp://www.fh.is/media/landslid/u17kvenna/Afing_U17kvenna_8_9_mars_2008.pdf