Leikurinn fór fram annan í hvítasunnu klukkan hálfellefu.
Lið FH:

                                        Magnús Óli

Davíð Sig             Bjössi Berg           Árni Björn         Bjarki Már

                        Brynjar (f)            Aron Lloyd

Andri Magg                                                                     Vignir

                                Kristján Gauti
                                                    Emil Atlason

Á bekknum: Einar Karl, Gummi, Kári, Orri og Helgi. Andri Gíslason var veikur. Einar Karl (Vignir), Gummi (Bjarki Már)og Helgi (Emil)  komu allir inná.

Keflvíkingar voru mun ákveðnari til að byrja með og stjórnuðu leiknum fyrstu mínúturnar og voru búnir að setja mark á okkur eftir 10-15 mínútur. Talningin og dekkningin á miðjunni var ekki nógu góð og af því leiddi að vængmennirnir og liðið sem heild var komið of aftarlega á völlinn. Marikið sem við fengum á okkur var engu að síður klaufalegt. Eftir hornspyrnu FH-inga náðu Keflvíkingar skyndisókn tveir á móti tveimur sem endaði með marki. Þarna vorum við ekki nógu vakandi. Ef andstæðingurinn skilur eftir tvo frammi þurfum að við að vera með þrjá á móti þeim.

FH-ingar unnu sig þó vel inn í leikinn og voru búnir að fá nokkur tækifæri áður en Andri Magnússon skoraði með góðum skalla eftir glæsilega sókn á 32. mínútu.

Staðan í hálfleik var 1-1.

FH-ingar voru heldur líklegri í seinni hálfleik og höfðu ágæt tök á leiknum. Aukin harka færðist í leikinn og um tíma sauð allt upp úr og hinn hrokkinhærði bakvörður FH-inga Davíð Sigurðsson fékk reisupassann á 70. mínútu eftir hraustlega tæklingu en aðeins tveimur mínútum síðar fékk einn Suðurnesjapiltur að fara sömu leið. Allt var á suðupunkti og stuttu síðar náði Kristján Gauti Emilsson svo loks forystunni fyrir FH á með góðum skalla sem hafði reyndar viðkomu í varnarmanni Keflvíkinga. Þegar þarna var komið sögu voru einungis um 7-8 mínútur til leiksloka en FH-ingar féllu í þá gryfju að ætla að falla til baka og verja forystuna sem var algjör óþarfi því við vorum sterkari aðilinn og ég sá Keflvíkinga ekki koma til baka að óbreyttu. En sem sagt við buðum hættunni heim og fengum mark í andlitið á okkur í uppbótartíma og þvi þurfti að framlengja leikinn.

Við töluðum um það fyrir leikinn að í úrslitaleikjum þarf maður að vera tilbúinn að fara alla leið, vera tilbúnir í framlengingu og jafnvel vítakeppni ef svo ber undir. Strákarnir hristu þetta mark af sér og spiluðu framlenginuna vel.
Það var svo þegar um fjó