5.flokkur kvenna sendi 4 lið til keppni í Faxaflóamótinu. A-,B-og tvö C-lið. Öll liðin okkar byrjuðu mótið mjög vel. Sigrarnir komu á færibandi og þegar riðlarnir voru búnar þá kom í ljós að við höfðum aðeins tapað einum leik af 21 sem er ótrúlegur árangur.

Í keppni C-liða sendum við 2 lið. Við hefðum getað sent 5 lið en þar sem mjög margar stunda doktorsnám í kjarneðlisfræði þá fengu þær frí frá leikjum í Faxaflóamótinu.
C1-liðið var skipað gömlum kempum ásamt ferskum yngra árs stelpum. Þar sem ekki öll liðin eru með C-lið þá var einn riðill spilaður. Skemmst er frá því að segja að C1-liðið vann alla sína leiki með miklum yfirburðum nema þegar spilað var við FH C2. Sá leikur endaði 0-0. C1 stóð því upp sem sigurvegari í Faxaflóamótinu í keppni C-liða.

C2-liðið var skipað sprækum yngri árs stelpum í bland við nokkra nýliða. Mikill stígandi var í liðinu á milli leikja og gaman var að sjá hversu mikið þær bættu sig. Þær kórónuðu svo gott mót með stórsigri í seinasta leik á móti ÍA og náðu þær að sigla inn í 3.sætið. Frábær árangur.

A-liðið sem fór taplaust í gegnum riðilinn sinn með 33 mörk í plús. Mjög margar af stelpunum spiluðu með A-liðinu í fyrra og eru því reynsluboltar. Í úrslitum mættu þær svo Haukum. Leikurinn var spilaður við topp aðstæður á teppinu upp á Kaplakrika (gervigrasinu). Leikurinn var ágætlega af stað og náðum við að koma 2-0 mörkum á rauðklædda. Vörnin og markvarslan steig vart feilspor og liðsheildin var ótrúleg. Sætur sigur sem er gott veganesti inn í Íslandsmótið.

B-liðið eða Samba-liðið okkar er blanda af sterkum eldra árs stelpum og svo litlum sirkushlaupurum sem stríða vörnum andstæðingana ótt og títt. B-liðið eins og A-liðið fór taplaust í gegnum riðilinn sinn með 25 mörk í plús. Í úrslitaleik mættu þær svo stelpunum úr Mosfellsbæ.
Leikurinn byrjaði á skemmtilegu marki þar sem Nótt (ein af sirkushlaupurunum) tæklaði boltann inn með skemmtilegri splitt-tæklingu. Leikurinn var endaði svo 3-0 fyrir okkur og var það verðskuldaður sigur.

Glæsilegur árangur í Faxaflóamótinu með 3 gull og 1 brons. Stelpurnar hafa verið duglegar að æfa og alltaf eru að bætast við flottar stelpur. Á skrá hjá okkur eru um 55 stelpur og það er nokkuð ljóst að þær ætla sér stóra hluti í sumar.