Þorgeir, formaður og Magnús handsala samning til 1. árs.

Magnús Sigmundsson einn af albestu markvörðum landsins í handboltanum síðustu ár er kominn heim! Maggi, sem verið hefur hjá Haukum síðustu tvö tímabil og varð Íslandsmeistari í vor, skrifaði undir 1. árs samning og hefur ákveðið að enda ferilinn hjá FH.

Maggi er uppalinn FHingur, hefur þó litið við hjá ÍR og Haukum með góðum árangri, en rann blóðið til skyldunnar og er nú kominn heim.

Það er ekki nokkur spurning að framlag Magga í reynslubanka okkar unga og öfluga liðs, sem tryggði sér úrvalsdeildarsæti í vor, er vart metið til fjár og því gífurlegur fengur fyrir klúbbinn að njóta krafta hans.