Í kvöld sækja FH-ingar Framara heim á Laugardalsvöllinn í Landsbankadeild karla. Leikurinn er á óvenjulegum leiktíma eða kl. 21:10.
FH er sem stendur í 2. sæti, 5 stigum á eftir Keflavík en með leik til
góða. Keflavík tekur einmitt á móti Breiðabliki kl. 17:15 í dag.

 

Leikurinn leggst vel í Heimi Guðjónsson þjálfara
FH: „Þetta er bara annar úrslitaleikurinn í þessu fimm leikja hraðmóti.
Fram er með vel skipulagt lið og koma til með að liggja til baka og
beita skyndisóknum. Við verðum að vera þolinmóðir og láta boltann ganga
hratt.”

 

Að sögn Heimis eru allir leikmenn
heilir nema Höskuldur Eiríksson. Leikmenn séu fullir sjálfstrausts
eftir sigurinn á Val, eins hafi endurkoman á móti Fjölni þar sem
dýrmætt stig náðist sem og frábær leikur á Villa Park haft mikið að
segja fyrir liðið.