Einar Andri Einarsson framkvæmdastjóri hnkd. FH og Jóhann Guðjónsson frá JAKO handsala samning milli aðilanna tveggja. Með á myndinni eru þau Hafdís Hinriksdóttir, Hildur Þorgeirsdóttir, Heiðar Örn Arnarson og Aron Pálmarsson leikmenn meistaraflokka kvenna og karla í splunkunýjum JAKO FHbúningum. Frá vinstri: Hafdís, Hildur, Einar, Jóhann, Heiðar og Aron.


          

Meistaraflokkur karla spilar í vetur í Úrvalsdeild eftir nokkurra ára fjarveru. FH-ingar eiga því lið í efstu deild í bæði karla- og kvennaflokki og þannig á það að vera enda er FH eitt sigursælasta lið frá upphafi í handknattleik á Íslandi og hefur alið af sér marga frábæra leikmenn.
Yngri flokka starfið hefur í gegnum tíðina verið framúrskarandi og nýtur félagið afrakstur þess nú um stundir þar sem karla- og kvennalið FH eru nánast einvörðungu skipuð uppöldum FH-ingum.

FH-ingar munu í vetur klæðast fallegum búningum frá JAKO þar sem svarthvíti búningurinn verður áfram okkar aðalsmerki. Jóhann Guðjónsson frá Namo ehf., umboðsaðila fyrir JAKO á Íslandi, og Einar Andri Einarsson framkvæmdastjóri hnkd. FH sátu fyrir svörum við handsal samnings milli FH og JAKO.

FH.is byrjaði á að spyrja Jóhann hvernig það hafi komið til að FH-ingar klæðist JAKO búningum á komandi tímabili. „ Sjálfsagt hafa þeir heyrt að gott orðspor færi af þjónustunni, við önnur félög í handbolta og fljótri afgreiðslu sem er styrkur okkar, kannski umfram flesta ef ekki alla aðra aðila í þessum geira,“ svaraði Jóhann til.

Flestir sem fylgst hafa með íþróttum hafa eflaust séð þetta merki, JAKO, en hvaðan er þetta merki og hvernig stenst það öðrum þekktum íþróttavörumerkjum snúning? „ Þetta er Þýskt vörumerki sem verður 20 ára á næsta ári. Þetta er virkilega gott fyrirtæki og stöndugt, ennfremur hafa þeir lagt mikið uppúr snöggri og góðri þjónustu og lagera þar af leiðandi mjög mikið og til að mynda þegar við fáum pöntum getum við afgreitt frá þeim yfir 98% af því sem við pöntum með þeirri sendingu. Ennfremur getum við skoðað hvort vörurnar eru til á lager hjá þeim bæði stærðir, litir og magn og þar af leiðandi getur við upplýst okkar viðskiptavini hvort varan sé fáanleg og ennfremur tímasett afgreiðslufrestinn, sem getur verið allt niður í 2 daga ef þarf.“

Þá segir Jóhann að fyrirtækið eigi í viðskiptum um allt land og í öllum íþróttagreinum. „ Í handbolta eru það Stjarnan, Afturelding, ÍR, Jumboys, Höttur og Hörður Ísafirði ásamt FH. Ennfremur kaupa flest öll lið af okkur Jako handbolta, sem hafa reynst afar góðir og á góðu verði. Ennfremur seljum við til margra liða harpix, sem við flytjum inn frá Noregi. Hvað varðar aðrar íþróttgreinar eigum við viðskipti nánast í öllum bæjarfélögum landsins.“

En hvaða gildi hefur það fyrir JAKO að FH-ingar munu spila í búningum fyrirtækisins? „Vonandi mjög jákvæð því þeim mun fleiri sem spila í JAKO-búningum, þá verður merkið meira áberandi sem sýnir að fólki líkar vel við vörurnar,“ sagði Jóhann og bætti við að JAKO þjónusti nánast allar íþróttagreinar s.s. fótbolta, blak, frjálsar íþróttir, körfubolta, golf og fleira en til gamans má geta þess að íslensku körfuknattleikslandsliðin spila öll í JAKO-búningum.

Aðspurður um lengd samningsins millum FH og JAKO og í hverju hann fælist svaraði Jóhann þessu til: „Samningurinn er trúnaðarmál milli aðila en gengur í megindráttum út á það að báðir aðilar hafi hag af