Sæll og blessaður Rúnar, hvernig líst þér á að taka á móti FHingum í fyrsta leik?

 
Þeir eru væntanlega jafn erfiðir og aðrir andstæðingar okkar í N1 deildinni.  Þetta er e.t.v. versti tíminn samt til að mæta FH, því nýliðar eiga yfirleitt sína bestu leiki í upphafi tímabilsins

Eigið þið einhvern séns í FH liðið?
 
Á pappírnum, NEI.

Mun heimavöllurinn hjálpa ykkur sérstaklega í leiknum?
 
Heimavöllurinn er óskrifað blað að þessu sinni, a.m.k. vorum við ekkert of sterkir þar á síðasta tímabili.

Nú hafa menn spáð ykkur misjöfnu gengi. Hvaða markmið setjið þið fyrir veturinn?
 
Fyrsta markmið, er að hafa gaman af því sem við erum að gera.
 
Er eitthvað sem þú hræðist sérstaklega við FH liðið sem þið mætið?
 
FH er öflugt lið mest mestu vonarstjörnu íslensks handbolta innanborðs, auk annara mjög efnilegra leikmanna og síðan reynslubolta sem eru ólseigir.
 
Er stemming í bænum  fyrir  fyrsta leiknum á fimmtudag?
 
Já.
 
Hvort er betra að búa í Hafnarfirði eða á Akureyri?
 
Pass

Að lokum hver vinnur leikinn í kvöld?
 
Pass

Við þökkum Rúnari spjallið og hlökkum til að taka á honum og hans mönnum í kvöld!
Áfram FH!