Aron Pálmarsson leikmaður FH var valinn í 15 manna
A-landsliðshóp sem tekur þátt í tveimur vináttumótum í byrjun janúar sem og Logi
Geirsson leikmaður Lemgo og FHingur.

 

Annars vegar fer liðið til Svíþjóðar 3. janúar og hins
vegar til Danmerkur þann 8. janúar. Í Svíþjóð tekur liðið þátt í minningarmóti
Staffan Holmqvist og mætir þar B-liði Svíþjóðar og Egyptalandi.

 

Þann 8.janúar fer svo liðið til Danmerkur þar sem það
tekur þátt í 4-landa móti ásamt Dönum, Rúmenum og Bosníu-Herzegovínu