Andri Magnússon, Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Gunnar Oddgeir Birgisson voru allir valdir í úrtökuhóp fyrir u-19 ára landsliðið.

Einar Karl Ingvarsson, Emil Atlason og Kristján Gauti Emilsson voru valdir í úrtakshóp fyrir u-17 ára landsliðið en einnig hafa þeir Aron Lloyd Green, Bjarki Már Benediktsson og Orri Ómarsson verið valdir í úrtakshóp fyrir u-17 undanfarnar vikur.

Þorvaldur Sveinbjörnsson var svo valinn í U-16 ára úrtakshópinn einn FH-inga.

Til hamingju með þetta strákar og gangi ykkur vel um helgina.