Ásvellir, laugardagurinn 24. janúar 2009, kl 16

FH beið lægri hlut fyrir Haukum í N1 deild kvenna 29-26 á Ásvöllum í gær. Staðan í hálfleik var 19-11.
Það var á brattann að sækja fyrir FH eftir slæman kafla í lok fyrri hálfleiks en framan af leik var nokkuð jafnt á öllum tölum. Í seinni hálfleik var bilið yfirleitt um 4-6 mörk en undir lok leiksins færðist spenna í leikinn og náði FH að minnka muninn í 2 mörk 28-26. Ekki komust stelpurnar lengra að þessu sinni.

Áfram FH