Leikmenn kvenna og karlaliðs FH eru nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir
seinni hluta Íslandsmótsins og æfa af krafti þessa dagana eftir
kærkomið jólafrí.

   

Stelpurnar, sem stimpluðu sig ærlega inn í mótið eftir yfirburðarsigur á Val í síðasta leik fyrir jól, hefja leik á laugardaginn 10. janúar þegar Fram stúlkur koma í heimsókn í Krikann. Þær eiga síðan Stjörnuna heima viku seinna eða 17. janúar. Stúlkurnar skunda svo á Ásvelli þann 24. janúar og heyja aðra orrystu tímabilsins við Haukakonur. Þessir leikir hefjast allir kl 16.

Strákarnir eru í töluvert lengra fríi en svo skemmtilega vill til að þeir eiga framundan nákvæmlega sama prógram og stelpurnar. Þeir taka á móti Frömurum í Kaplakrika þann 22. janúar, eiga svo Stjörnuna heima 29. janúar og þriðju orrystuna við Haukamenn að Ásvöllum 5. febrúar.

Hörkuprógramm hjá báðum liðum og einstaklega skemmtileg handboltaveisla framundan hjá FHingum!

Við hvetjum FHinga nær sem fjær og unga sem aldna að halda áfram á nýja árinu að styðja við bakið á frábærum meistaraflokks-liðum félagsins.

Áfram FH!