Ólafur Guðmundsson lék vel og skoraði mikið í tveimur síðustu leikjum  2012 landsliðsins á nýloknu æfingamóti í handbolta í Frakklandi.Liðið sigraði Ivry í fyrradag 28-27 þar sem Óli var markahæstur með 6 mörk og átti mjög góðan leik í seinni hálfleik. Hann var svo næstmarkahæstur í dag með 5 mörk þegar liðið sigraði b-lið Tékka 34-28. Íslenska liðið sigraði því tvo af þremur leikjum en liðið tapaði naumlega fyrir Serbum í fyrsta leik.

Sannarlega vel af sér vikið hjá Óla og liðinu og ljóst að framtíðin er björt í íslenskum handknattleik.