FH sækir Val heim sunnudaginn 8. febrúar kl 16 í undanúrslitum
Eimskipsbikarsins. Um er að ræða einn af stærstu leikjum ársins því
sigurvegarinn er kominn í úrslit Bikarsins þetta árið sem mætir annað
hvort Selfossi eða Gróttu. Húllumhæið hefst kl 14 í Vodafone höllinni
þar sem metnaðarfull fjölskyldudagskrá verður með Ingó í Veðurguðunum í
fararbroddi.

Forsala er í Kaplakrika fram að leik en einnig verður forsala í Firði
Hafnarfirði laugardaginn 7. febrúar milli kl 14 og 18 þar sem  leikmenn FH verða á staðnum.

Fylgist vel með hér á fh.is þar sem leikurinn verður skoðaður í þaula.
Rætt verður við handboltaspekúlanta um leikinn og FH TV verður á sínum
stað með umfjöllun, svo e-ð sé nefnt.