Á morgun fimmtudag kl 20  mun 2. flokkur karla í handbolta leika til
úrslita við Akureyri í Höllinni fyrir norðan. Um er að ræða annan
úrslitaleik liðanna en fyrri leikinn vann Fimleikafélagið sannfærandi
36-30. Strákarnir mæta því norður með 6 marka forskot en það er þó
klárt mál að ekkert er gefið í boltanum og strákarnir þurfa að spila
vel til þess að hampa titlinum fyrir norðan.
FHingar senda baráttukveðjur!