Fyrir leikinn var FH á efsta sæti riðilsins eftir sigur á Þrótti og Sindra.  Haukar höfðu einnig sigrað sína leik svo búast mátti við jöfnum leik.  Og sú varð raunin.

FH hafði yfirhöndina og stýrði leiknum á löngum köflum en var engan vegin lagið að skora.  Lið FH lítur ágætlega út þó hinn gamalkunni vorbragur svífi yfir vötnum.  Hlutskipti þeirra í síðastliðnu Íslandsmóti var gjarnan að spila þokkalega en ná ekki að skora þrátt fyri að vera „sterkari“ aðilinn.  Stigin létu því standa á sér líkt og á föstudagskvöldið. 
Haukaliðið hefur fengið mikinn liðstyrk á síðasliðnum mánuðum sem vafalaust mun nýtast þeim vel á komandi tímabili.  Þær virðast hinsvegar ekki vera búnar að stilla saman strengi þó mikið búi í liðinu.

Leikurinn var sem fyrr segir kveðjuleikur fyrirliðans Gígju þórðardóttir og afhenti hún félaga sínum Guðrúnu Sveinsdóttur fyrir leikinn.  Fjarvera Gígju er mikil blóðtaka fyrir liðið.  Hún hefur undanfarin tímabil verið sterkasti leikmaður hópsins og andlegur leiðtogi hinna ungu leikmanna sem nú eru að koma upp.  Gígja heldur með unnusta sínum til náms í lyfjafræði til Bandaríkjanna og óskum við FH-ingar henni góðs gengis um leið og við bjóðum hana velkomna heim að námi loknu.

Með fjarveru Gígju skapast hinsvegar gott tækifæri fyrir unga efnilega leikmenn FH, sem komið hafa upp á undaförnum árum, til að stíga upp og láta til sín taka.