Síðastliðið fimmtudagskvöld tryggði 2. flokkur karla hjá FH sér Íslandsmeistaratitillinn í handknattleik. Liðið lék fyrir norðan við sameinað lið Þórs og KA, Akureyri. Þetta var síðari viðureign liðana en FH hafði unnið fyrri leikinn með 6 marka mun 36 – 30 í Kaplakrika um síðustu helgi. Það var því ljóst að Akureyringar yrðu að sigra með 7 mörkum til að ná titlinum af FH – ingum. FH lék án Ólafs Guðmundssonar og Arons Pálmarsson sem báðir gengust undir aðgerðir vegna meiðsla sinna nýlega.Það var mikil stemmning í Íþróttahöllinni á Akureyri þegar flautað var til leiks. Mikill fjöldi heimamanna studdi sitt lið, en einnig fjölmennur hópur FH ingar sem fylgdi sínum mönnum að sunnan.

 

Leikurinn fór vel af stað fyrir FH inga og var í jafnvægi framan af. Þegar líða tók á hálfleikinn tóku FH ingar góðan kipp og náðu á tímabili 4 marka forustu sem Akureyringar náðu að minnka niður í eitt mark fyrir hlé. Staðan í hálfleik 14 – 15  fyrir FH.

 

Akureyringar byrjuðu seinni hálfleik vel og náðu fljótlega 2 marka forrustu. En FH strákarnir settu svo í gírinn og jöfnuðu 22 – 22 og kláruðu svo leikinn með frábærri frammistöðu 30 – 34.

 

Erfitt er að taka einhverja leikmenn út úr FH liðinu á fimmtudag. Þeir börðust allir eins og ljón og spiluðu sem einn maður. Sóknarleikurinn var frábær þar sem Ólafur Gústafsson fór hamförum með 9 mörk. Vörnin var ágæt með Daníel Andrésson í miklu stuði fyrir aftan.

 

Hrósa verður strákunum og þjálfaranum Sigursteini Arndal fyrir frammistöðuna í þessum tveimur leikjum. 10 marka sigur samanlagt gegn jafn sterku liði og Akureyri verður að teljast frábær árangur.

 

FH –ingar eru Íslandsmeistarar í 2. flokki í fyrsta skipti í svo mörg ár að elstu menn muni ekki einu sinni eftir því!

 

Til hamingju FH – ingar framtíðin er björt!