Aron Pálmarsson var valinn efnilegasti leikmaður N1 deildarinnar, sem
og besti sóknarmaðurinn og var síðan valinn í lið ársins á lokahófi HSÍ
í gærkvöldi.

Annars voru hlutu eftirtaldir verðlaun:

Sigurbergur Sveinsson og Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmenn Hauka,
voru valin bestu leikmenn tímabilsins.

Efnilegasti leikmaður N1-deildar karla var valinn Aron Pálmarsson, FH, og í kvennaflokki Karen Knútsdóttir hjá Fram.

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var valinn þjálfari ársins í karlaflokki en Díana Guðjónsdóttir hjá Haukum í kvennaflokki.

Leikmaður ársins í 1. deild karla var valinn Michal Dostalik hjá
Selfoss og efnilegastur var valinn Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður
Gróttu.

Valdimarsbikarinn hlaut Arnar Pétursson, Haukum.

Besta dómaraparið var útnefnt Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.

Önnur verðlaun:

N1-deild karla:

Besti markvörður: Ólafur Haukur Gíslason, Val
Besti sóknarmaður: Aron Pálmarsson, FH
Besti varnarmaður: Sverre Jakobsson, HK
Háttvísisverðlaun HDSÍ: Hafþór Einarsson, Akureyri
Markahæsti leikmaðurinn: Valdimar Stefánsson, HK (163 mörk)

N1-deild kvenna:
Besti markvörður: Florentina Stanciu, Stjörnunni
Besti sóknarmaður: Ramune Pekarskyte, Haukum
Besti varnarmaður: Hildigunnar Einarsdóttir, Val
Háttvísisverðlaun HDSÍ: Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum
Markahæsti leikmaðurinn: Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum (212 mörk)

1. deild karla:
Þjálfari ársins: Ágúst Jóhannsson, Gróttu
Besti markvörður: Hlynur Morthens, Gróttu
Besti sóknarmaður: Atli Kristinsson, Selfiss
Besti varnarmaður: Ægir Hrafn Jónsson, Gróttu
Markahæsti leikmaður: Finnur Ingi Stefánsson, Gróttu (163 mörk)

Lið ársins í N1-deild karla:
Markvörður: Ólafur Haukur Gíslason, Val
Línumaður: Kári Kristján Kristjánsson, Haukum
Vinstra horn: Freyr Brynjarsson, Haukum
Vinstri skytta: Sigurbergur Sveinsson, Haukum
Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val
Hægri skytta: Rúnar Kárason, Fram
Miðjumaður: Aron Pálmarsson, FH

Lið ársins í N1-deild kvenna:
Markvörður: Florentina Stanciu, Stjörnunni
Línumaður: Hildigunnur Einarsdóttir, Val
Vinstra horn: Kristín Clausen, Stjörnunni
Vinstri skytta: Ramune Pekarskyte, Haukum
Hægra horn: Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukum
Hægri skytta: Stella Sigurðardóttir, Fram
Miðjumaður: Alina Petrache, Stjörnunni