Mfl. kv. lék sinn síðast leik í Lengjubikarnum um helgina og hafði betur gegn ÍA 1-0

Mark FH kom eftir um 25 mín. leik eftir klafs í teignum í kjölfar hornspyrnu.   Þar var að verki Guðrún Björg Eggertsdóttir en Guðrún hefur verið að skora reglulega á undirbúningstímablilinu.

Heilt yfir var leikurinn lítið fyrir augað og aðstæður ekkert sérstakar.  Lið FH hefur oft spilað betur en að sama skapi voru gestirnir ekki heldur að finna sig á Ásvöllum.

FH hefur þá lokið keppni með 13 stig, jafn mörg og sigurvegararnir Haukar, en slakara markahlutfall.  Haukar munu svo mæta Völsungi í Úrslitaleik.

Þrátt fyrir slakan leik á laugardag gefur gengi og spilamenska FH á undirbúningstímabilinu væntingar um að stelpurnar komi vel undirbúnar til leiks.  Undanfarin ár hefur verið stígandi í leik liðsins eftir mikla endurnýjun á leikmannahópnum.  Ungar stelpur hafa verið að standa sig vel og nú er svo komið að þær verða að stíga upp axla ábyrgð á gengi liðsins.   Það er full ástæða til að ætla að okkar uppöldu stúlkur hafi „skrokkinn“ í verkefnið.