Þorlákur Árnason þjálfari U17 ára landsliðs Íslands í Knattspyrnu hefur valið þær Birnu Berg Haraldsdóttur og Aldísi Köru Lúðviksdóttur í lokahóp sinn.  Birna Berg er 16 ára markmaður sem áður hefur leikið með 16, 17 og 19 ára landsliðum Íslands.  Birna er einnig sterkur handknattleiksmaður sem leikið hefur með yngri landsliðum í handbolta.  Aldís sem er 15 og á yngra ári í 3. flokki er í dag valin í fyrsta sinn í landslið.  Hún hefur verið iðin við kolana og skorað grimmt að undanförnum með 2. og 3. flokki.  Stelpurnar munu á næstu dögum halda til Svíþjóðar en þar mun liðið taka þátt í Norðurlandamóti.

FH-ingar óska stelpunum til hamingju og vonast til að þeim og liðinu gangi vel á mótinu.