Framundan eru vináttuleikir U17 og U19 ára landsliða Íslands og Færeyja. FH á fimm leikmenn í liðum Íslands. Það eru þær Aldís Kara og Guðný Tómasdóttir úr 3ja og þær Iona Sjöfn, Sigmundína Sara og Sara Atladóttir úr 2. fl. Stelpurnar hafa allar áður verið valdar í landslið og tekið þátt í mótum utan Guðný sem kemur ný inn.
Auk þessarra er Birna Berg Haraldsdóttir markmaður stödd þessa dagana í Hvítarússlandi þar sem fram fer úrslitakeppni EM U19 ára landsliða.  Liðið hefur leikið einn leik á mótinu gegn Norðmönnum sem lauk með markalausu jafntefli.  Birna stóð á milli stanganna í leiknum og hélt hreinu.  Þess má til gamans geta að Birna er enn gjaldgeng í U17 ára lið Íslands og nýkomin frá Svíþjóð ásamt Aldísi Köru þar sem þær léku með liðinu á opnu Norðurlandamóti landsliða.

Frábær árangur hjá þessum stelpum sem staðið hafa sig vel með sínum flokkum að undanförnu.