Stjarnan 1-4 FH
0-1 Hjörtur Logi Valgarðsson 18′
0-2 Atli Viðar Björnsson 34′
0-3 Matthías Vilhjálmsson 52′
1-3 Ellert Hreinsson 74′
1-4 Matthías Vilhjálmsson 76′

FH-ingar
gerðu tvær breytingar á liði sínu fyrir leikinn en þeir Davíð Þór
Viðarsson og Alexander Söderlund voru báðir í leikbanni og Hjörtur Logi
Valgarðsson og Ólafur Páll Snorrason komu inn í byrjunarliðið. Hjá
Stjörnunni kom Alfreð Elías Jóhannsson inn í byrjunarlið þeirra en hann
kom frá Víkingi Ólafsvík á síðasta dag félagaskiptagluggans.
Stjarnan og FH mætust í leiðinda veðri á „plastinu“ í Garðabænum í kvöld og var leikurinn góð skemmtun en 5 mörk litu dagsins ljós.

Stjörnumenn byrjuðu
leikinn mun betur en Íslandsmeistararnir og áttu þeir skot í stöng
eftir 2 mínútur en þar var að verki Halldór Orri Björnsson. Stjörnumenn
sóttu mun meira en FH-ingar fyrstu 10 mínútunar en það var eins og
FH-ingarnir kynnu ekki alveg að fóta sig á gervigrasinu.

Fyrsta færi FH-inga kom eftir 15 mínútur en þá tók Ólafur Páll
Snorrason hornspyrnu sem fór beint til Björns Daníels Sverrissonar sem
tók viðstöðulaustskot á lofti en Bjarni Þórður varði vel í marki
Stjörnunnar.

Fyrsta
markið kom á 18. mínútu leiksins en þá kom Hjörtur Logi Valgarðsson
FH-ingum yfir. Hann tók innkast á vinstri kantinum sem hann henti á
Atla Guðnason sem gaf boltann inn í teiginn á Hjört Loga sem hafði
tekið hlaup inn í teig og Hjörtur kláraði þröngt færið eins og hinn
besti framherji og FH-ingar því komnir yfir svona nokkuð gegn gangi
leiksins.

FH-ingar
sóttu mikið meira eftir þetta og voru þeir oftar en ekki komnir í
ákjósanleg færi þegar þeir brenndu af, í eitt skipti kingsaði Atli
Viðar boltann í dauðafæri en FH-ingar juku forystu sína á 34. mínútu.
Eftir þunga sókn þar sem meðal annars Matthías Vilhjálmsson átti skalla
í slá þá barst boltinn til Atla Viðars Björnssonar sem kom FH-ingum í
2-0.

Lítið markvert gerðist eftir þetta og var staðan því 0-2 FH-ingum í vil þegar Erlendur Eiríksson flautaði til hálfleiks.

FH-ingar
byrjuðu seinni hálfleikinn með látum og komust  í 3-0 eftir 7 mínútna
leik í seinni hálfleik en þar var að verki Matthías Vilhjálmsson, hann
fékk boltann eftir að Atli Guðnason skallaði að marki Stjörnumanna og
potaði Matthías boltanum í stöng og inn.

FH-ingar
vildu svo fá vítaspyrnu á 54.mínútu þegar Jóhann Laxdal virtist toga
Atla Guðnason niður í teignum en Erlendur Eiríksson dæmdi ekkert.

Atli
Viðar fékk svo enn eitt færið fyrir FH á 57. mínútu en honum tókst ekki
að koma boltanum í netið. Stuttu seinna átti Tryggvi Sveinn Bjarnason
ágætis skalla eftir hornspyrnu fyrir Stjörnuna en Daði Lárusson greip
boltann í marki FH.

Lítið
markvert gerðist næsta korterið en Ellert Hreinsson fékk dauðafæri á
71. mínútu en hann var alltof lengi að athafna sig í færinu og tók hann
skot úr þröngu færi sem Daði Lárusson átti ekki í vandræðum með.

Á
74. mínútu bætti Ellert Hreinsson upp fyrir mistök sín nokkrum mínútum
áður þegar hann skoraði eftir góða stungusendingu frá Birni Pálssyni,
staðan því orðin 1-3 og því smá von fyrir Stjörnumenn.

FH-ingar
gerðu svo út um þær vonir mínútu síðar en þá skoraði Matthías
Vilhjálmsson sitt annað mark í leiknum og kom FH-ingum í 4-1.

Tryggvi
Guðmundsson átti fína aukaspyrnu á 79. mínútu fyrir FH-inga sem Bjarni
Þórður blakaði í horn, en mikill hiti var kominn í menn á þessum
tímapunkti.

Lítið
markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og lokastaðan var því 1-4
fyrir FH sem eru því með 13 stiga forskot á KR-inga á toppnum en
KR-ingar eiga leik til góða.

Byrjunarlið Stjörnunar (4-2-3-1):
Bjarni Þórður Halldórsson – Jóhann Laxdal, Guðni Rúnar Helgason,
Tryggvi Sveinn Bjarnason, Hafsteinn Rúnar Helgas