Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið þeifuðu sig áfram.  Heimamenn voru líklegri framan af en Aldís nokkur Kara kom FH yfir um miðjan hálfleik og bætti svo öðru við skömmu fyrir leikhlé.  Góð staða hjá FH sem mætti vel inn í seinni hálfleik.  Aldís var ekki hætt og bætti við tveim mörkum, hverju öðru glæsilegra.  FH vann sannfærandi sigur og er þetta þriðja árið í röð sem 3. fl. vinnur Visa-bikarinn.

Allir leikmenn FH áttu fínan dag og sterk liðsheild skóp sigurrinn.

Að leik loknum fögnuðu stelpurnar fram á kvöld í sal Samfylkingarinnar við Strandgötu.  Viðar Halldórsson formaður FH ávarpaði hópinn og frændur hans þeir Jón Ragnar Jónsson og Friðrik Dór Jónsson mættu með gítara og flutt lög fyrir stelpurnar sem kunnu vel að meta.

Til hamingju stelpur, Íslandsmeistarar A og B liða og nú bikarmeistarar …geri aðrir betur