Á morgun kl. 14:00 fer fram síðasti stórleikur ársins í yngri flokkum FH í fótbolta.  Þá mætast lið FH og Vals í 3. fl. kv. í Bikarúrslitaleik á Vodafone-vellinum.  FH á titil að verja en undanfarin tvö ár hefur liðið sigrað Visa-bikarinn. 
Sem ríkjandi meistarar sat FH hjá í fyrstu umferð en mætti síðan ÍBV í annarri umferð í eyjum.  Sá leikur var afar spennandi og má segja að FH hafi marið 2-3 sigur á Heimaey.  Því næst mætti FH liði Selfyssinga og sigraði sannfærandi 6-0 í Krikanum.  Þá var komið Blikum í undanúrslitum og vann FH þann leik 4-1 einnig í Krikanum. 
Á leið sinni í úrslitaleikinn hefur Valur hins vegar lagt ÍA, Aftureldingu og Stjörnuna að velli.
FH-stelpurnar mæta ákveðnar til leiks en liðið hefur verið duglegt við að koma sér í úrslitaleiki þetta árið.  Þær töpuðu naumlega fyrir HK í úrslitaleik  á Íslandsmótinu innanhús, unnu Faxann í keppni A og B liða og nú á dögunum urðu þær Íslandsmeistarar einnig í liðum A og B.

Við viljum hvetja alla FH-inga til að skella sér í höfuðborgina í sunndagsbíltúr með Ís og öllu og mæta svo á völlinn og styðja stelpurnar.

Áfram FH