Á laugardagskvöld verður sannkallað Meistaraball í Kaplakrika. Það eru risa böndin EGO og Papar sem halda stuðinu uppi fram á rauða nótt. Miðasala fer fram á Súfistanum og á www.midi.is. Við hvetjum alla FH-inga og Hafnfirðinga almennt til að tryggja sér miða í fjörið.

 Þetta er meistaraball og  er það nafn með rentu þar sem margir meistarar koma þar fram og verða á svæðinu.   FHingar fagna Íslandsmeistaratitili í  pepsideild karla, meistaraflokkur kvenna tryggði sér sæti meðal þeirra bestu í Pepsideildinni að ári, Haukar fagna í  fyrsta sinn í langan tíma veru sinni í efstu deild karla í  fótbolta og það sama á við um stelpurnar sem sigruðu 1. deild glæsilega, það verða einnig sannkallaðir ballmeistarar á sviðinu því EGÓ&PAPAR leiða saman hesta sína og loka samstarfi yfirskriftarinnar „sumarið er tíminn“ í  Kaplakrikanum.  Þetta er ekki í  fyrsta skipti í  ár sem þessar hljómsveitir koma saman því þær hófu einmitt “ sumarið er tíminn“ í Íþróttahúsinu í Strandgötunni í Hafnarfirði þann 06. júní s.l .  Það er því vel við hæfi að enda frábært sumar þar sem það hófst.  Við óskum öllum Hafnfirðingum til hamingju með árangur sumarsins og hlökkum til að sjá sem flesta í krikanum á laugardaginn.

Húsið opnar kl 23.00