22-39 

FH tryggði sér sæti í gær í 16 liða úrslitum Eimskipsbikarsins með áreynslulitlum sigri á Víkingi 2, 39-22 en leikið var í Víkinni.

Það er í raun ósköp lítið um leikinn að segja, með fullri virðingu fyrir liði Víkings var um létta æfingu fyrir FH liðið að ræða og Einar þjálfari rúllaði liðinu mikið. Bjarni Fritz, Óli Guðmunds og Pálmar markmaður voru t.a.m. látnir hvíla. Markverðast var það að Daníel Andrésson átti stórleik í markinu, varði 28 skot og setti 2 mörk að auki. Bjarki Jónsson nýliði í liðinu átti einnig frábæran leik með 7 mörk. Staðan í hálfleik var 18 – 11 FH í vil.
FH er því komið áfram og spennandi verður að sjá hvaða andstæðingur verður dreginn upp úr hattinum fyrir næstu umferð.